Fara á efnissvæði

Heilsu­vernd Víf­ils­stað­ir

Velkomin!

Á Heilsuvernd Vífilsstöðum eru rekin biðrými fyrir þá einstaklinga sem lokið hafa meðferð á Landspítalanum og hafa ekki heilsu til að búa í sjálfstæðri búsetu. 

Allir okkar skjólstæðingar eru komnir með samþykkt færni- og heilsumat og dvelja á Heilsuvernd Vífilsstöðum uns þeir fá boð um varanlega búsetu á hjúkrunarheimili.

Þjónusta

Þjónustan á Heilsuvernd Vífilsstöðum felur í sér að veita þeim skjólstæðingum sem dvelja hjá okkur þá umönnun, þjálfun og eftirlit sem þeir þurfa, á meðan þeir bíða eftir varanlegu búsetuúrræði.

Heimsóknartími

Við vitum að aðstandendur eru mikilvægasti parturinn í lífi skjólstæðinga okkar. Við hvetjum aðstandendur til að koma í heimsókn eins oft og þeir geta. Það styttir líka stundir að fá fólkið sitt í heimsókn og veitir styrk.  

Við viljum gjarnan mæta þörfum aðstandenda og veitum því rúman heimsóknartíma

Heimsóknartími milli kl. 11:00 - 20:00

Vinsamlegast hafið samband við vaktstjóra ef óskað er eftir að heimsækja á öðrum tíma.

Vinnustaðurinn

Heilsuvernd Vífilsstaðir byggir starfsemi sína á hæfu, áhugassömu og traustu starfsfólki sem nýtur jafnra tækifæra í öruggu, heilbrigðu og jákvæðu starfsumhverfi. 

 

Við hlúum vel að fólkinu okkar og leggjum ríka áherslu á jákvætt andrúmsloft á vinnustaðnum og að hver einstaklingur fái notið sín í starfi.

 

Við erum stöðugt að bæta í hóp okkar.

Laus störf
95
Starfs­fólk
2
Lækn­ar
18
Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar
8
Sjúkra­lið­ar
51
Starfs­fólk í umönn­un
3
Fé­lagslið­ar
1
Sjúkra­þjálf­ar­ar
1
Nær­ing­ar­fræð­ing­ur
1
Lyfja­fræð­ing­ur
10
Önn­ur störf

Fréttir og tilkynningar

Yfirlit frétta

Gleðileg jól

Heilsuvernd Vífilsstaðir óskar ykkur gleðilegra jóla og farsæls komandi nýs árs.

Ný útfærsla sem gagnast sjúklingum

11.12.2024

„Fé fylgi sjúk­lingi – ný út­færsla“

Frétt

Heilsuvernd Vífilsstaðir, nýr og betri vefur

10.12.2024

Heilsuvernd birtir nýjan og betri vef fyrir Heilsuvernd Vífilsstaði í dag.